Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 194 svör fundust

Hvers vegna var lýðveldi ekki stofnað fyrr á Íslandi?

Ísland varð lýðveldi 17. júní 1944. Lýðveldi þýðir að þjóðhöfðingi ríkisins er kjörinn en fær ekki embættið í arf líkt og tíðkast í konungsríkjum. Það að Ísland varð lýðveldi þýddi með öðrum orðum að kjörinn forseti varð þjóðhöfðingi Íslands í stað konungs. Stofnun lýðveldisins markaði mikil tímamót í sögu Ísla...

Nánar

Hvernig er hægt að túlka goðsöguna um Evrópu?

Þegar á 5. öld hafði sagnaritarinn Heródótos skýrt söguna um brottnám Evrópu frá Fönikíu sem táknsögu. Kríteyingar hefðu rænt Evrópu sem lið í verslunardeilu. Taldi Heródótos að Trójumenn hefðu rænt Helenu, eiginkonu Menelásar konungs í Spörtu, í hefndarskyni og tengdi þannig söguna um brottnám Evrópu við goðsögni...

Nánar

Getur það staðist að Gamli sáttmáli sé bara seinni tíma tilbúningur?

Oft er talað um Gamla sáttmála frá 1262 sem sérlega mikilvægt skjal í sögu Íslands, jafnvel eins konar stofnskrá þeirra hnignunar sem á að hafa byrjað þegar íslenskir höfðingjar gengust undir vald Noregskonungs árin 1262-64. Þeim atburðum er lýst í Sturlunga sögu, Hákonar sögu Hákonarsonar og annálum. Annað mál er...

Nánar

Hvað var Sturlungaöld?

Sturlungaöldin var í raun einungis 42-44 ára tímabil á miðri 13. öld. Hún er einn ofbeldisfyllsti tími Íslandssögunnar. Sturlungaöldin einkenndist af liðssafnaði valdamikilla höfðingja sem herjuðu hverjir á aðra með vígaferlum og gripdeildum. Sturlungaöldin dregur nafn sitt af Sturlungunum sem voru valdamesta ætti...

Nánar

Hvað er Sfinxinn gamall?

Sfinxinn er vera sem kemur mikið við sögu í egypskum og grískum goðsagnaheimum og listaverkum. Veran hefur búk ljóns en höfuð manns. Elsta og þekktasta dæmið um Sfinx innan lista er stytta í Giza í Egyptalandi sem var reist á tímum Khafre konungs (um 2575—2465 fyrir Krist. Talið er að höfuð styttunnar sé eftirm...

Nánar

Hver var Hektor í rómversku sögunni?

Hektor er ekki persóna í rómverskri sögu, heldur grískri. Hann var prins í Tróju, elsti sonur Príamosar konungs og Hekúbu drottningar og mesta hetjan í liði Trójumanna í Trójustríðinu. Lík Hektors borið til Tróju. Hektor vó Patróklos, vin Akkillesar, sem neitaði að berjast fyrir Grikki vegna deilna sinna vi...

Nánar

Er til einhver Darraði eða Dörruður sem darraðadans er kenndur við?

Nafnorðið darraður var í fornu máli notað um spjót og er oftast talið tökuorð í íslensku úr fornensku daroð. Orðið kemur fyrir í fornum bókmenntum og sem karlmannsnafnið Dörruður í Njáls sögu. Samsetningin darraðardans er mun yngri. Elst dæmi Orðabókar Háskólans er frá því snemma á 20. öld. Merkingin er 'erfið...

Nánar

Hver var Salómon konungur og fyrir hvað var hann frægur?

Salómon var þriðji konungur hins sameinaða Ísraelsríkis (á eftir Sál og Davíð) og er jafnan talinn hafa verið þeirra mestur. Annað nafn hans var Jedídjah. Hann var fæddur í Jerúsalem í kringum árið 1000 f.Kr. og mun hafa setið að völdum á árunum 971-931 eða svo. Hann var tíundi sonur Davíðs konungs Ísaísonar e...

Nánar

Hvaða ártöl notuðu víkingar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða ártal notuðu víkingar? Til dæmis það sem við köllum núna árið 870 hvað kölluðu landnámsmenn það ár? Kristnir menn voru ekki fyrstir til að telja ár í einni röð frá einum upphafspunkti. Í Rómaveldi voru ár talin frá stofnun Rómaborgar, sem var árið 753 fyrir Krist samkvæmt...

Nánar

Hver var Elektra sem elektruduld er kennd við?

Elektra var dóttir Agamemnons, konungs í Mýkenu, og Klýtæmnestru. Hennar er ekki getið í kviðum Hómers en tveir forngrískir harmleikir um Elektru eru varðveittir, annar þeirra er Elektra Sófóklesar en hinn er Elektra Evripídesar. Auk þess kemur Elektra fyrir í þríleiknum Óresteiu eftir Æskýlos. Teikning af Elektr...

Nánar

Hver var Lorenzo Valla og hvert var hans framlag til fræðilegrar textarýni?

Lorenzo Valla fæddist árið 1407 í Róm á Ítalíu og voru foreldrar hans af virtum borgaraættum. Hann nam guðfræði og sóttist eftir því að komast í þjónustu páfa. Það gekk ekki og í nokkur ár gegndi hann stöðu prófessors í mælskufræði (retórík) við háskólann í Pavía. Hann varð snemma deilugjarn og átti í útistöðum vi...

Nánar

Hvernig er nafnið á Valhúsahæð til komið?

Nafnið Valhúsahæð er talið dregið af því að fálkafangarar á fyrri öldum hafi geymt veiðifálka (vali) sem ætlaðir voru Danakonungi í húsi á hæðinni á Seltjarnarnesi meðan beðið var skips. Ekki er vitað hvenær það var byggt, en um miðja 18. öld var byggt fálkahús á Bessastöðum sem síðar var flutt til Reykjavíkur. Sí...

Nánar

Fleiri niðurstöður